Hvers vegna trúir fólk á samsæri?

Sigmundur Halldorsson
4 min readApr 16, 2020

Ég er mikil áhugamaður um stjórnmál, fjölmiðla og áróður. Lagði stund á nám í fjölmiðlun fyrir aldamótin í Bandaríkjunum og þar kviknaði þessi áhugi minn. Á þeim tíma vissum við miklu mun minna um áróður og áróðurstækni en í dag. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu síðan og þær benda flestar til þess að við séum ótrúlega móttækileg fyrir áróðri.

Áróðursmálaráðherra Nasista Joseph Goebbels

Mín fyrstu kynni af áróðri voru heimildarmyndir um þriðja ríki Nasista. Enda var áróðri þar óspart beitt og ekkert farið í felur með það. Raunar á áróður sér miklu lengri sögu. Það hefur verið reynt að hafa áhrif á bæði stjórnir og almenningsáliti í gegnum alla mannkynssöguna, en það er samt ekki fyrr en kaþólska kirkjan kemur á stofn trúboði að hugtakið “propaganda” eða áróður verður til. Raunar er “propaganda” upprunalega jákvætt hugtak.

Það er síðan á 19. og 20. öldinni sem við færumst nær því að sjá áróður í þeirri mynd sem hann þekkist í dag. En lengi vel þá var það ekki á færi nema þjóða og auðkýfinga að stunda áróðursstarf. Útgáfustarfsemi var dýr og ekki á færi nema fárra. Á sama tíma voru til dæmis takmarkanir á því hversu margir gætu stundað útvarps eða sjónvarpsrekstur á sama stað. Þannig voru innleiddar hömlur og oft var það ríkið sem tók sér einkaleyfi á slíkum rekstri. Það voru því ýmsar hömlur á því að koma af stað sögusögnum eða hugmyndum um samsæri. Þetta breytist með tilkomu vefsins.

Sovéskur áróður frá 20. öldinni

Þó það sé vinsælt að tala um netið, þá var það sannarlega ekki fyrr en með tilkomu vefsins og síðar samfélagsmiðla sem hægt er að sjá hvað gerist þegar þessum hindrunum er rutt úr vegi. Það var snemma bent á að upplýsingar á netinu væru ótraustar. Þegar við bætist að hönnun samfélagsmiðla ýtir bókstaflega undir hröð viðbrögð. Sem sannarlega dregur úr áreiðanleika og veldur því að við erum ekki að beita rökhugsun í viðbrögðum okkar. Þá ætti engan að undra að samfélagsmiðlar eru gróðrarstía fyrir samsæriskenningar af ýmsu tagi.

Nú er það svo að okkur finnast yfirleit þær samsæriskenningar sem við trúum ekki sjálf. Vera fremur fráleitar. Hverjum dettur til dæmis í hug að jörðin sé flöt? Að geimferðir Bandaríkjamanna og lending á tunglinu hafi verið sviðsett? Að yfir okkur sé flogið með eiturefni á hverjum degi? Að Bill Gates sé að skipuleggja samsæri um það að drepa börn með bóluefnum? Allt eru þetta samsæriskenningar sem eru á flugi og eiga sér fylgjendur. Ég ákvað að taka saman minn lista með top 10 uppáhalds samsæriskenningunum mínum. Tek það fram að þær eru miklu fleiri sem mér finnast skemmtilegar og allar eiga þær það sameiginlegt að vera bull.

1. Chemtrails — Hugmyndin er sú að flugvélar dreifi einhverjum efnum yfir okkur og það skýri skýjamyndun sem sést þegar þotur fljúga yfir.

2. Bólusetningar — Hugmyndin er sú að verið sé að eitra fyrir okkur með einhverjum hætti og það sé gert í gegnum bólusetningar.

3. Hitler dó ekki í Berlín 1945 — Hitlar tókst að flýja Berlín og það var í raun tvífari sem var drepinn 1945.

4. Morðið á John F Kennedy — Það var ekki einfari sem drap Kennedy heldur var þetta samsæri. Skemmtilegasta hugmyndin fannst mér sú að mafían hefði drepið hann fyrir að hafa tapað Kúbu úr höndum þeirra.

5. New World Order — Einhver óskilgreind alþjóðleg elíta stýrir í raun öllu á bak við tjöldin og vinnur að því að koma á fót nýju yfirþjóðlegu valdi.

6. George Soros — hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Rússum sem telja að hann hafi staðið á bak við fall Sovétríkjana. Soros hefur á sama tíma orðið að táknmynd hina illu frjálslyndisafla sem standa til vinstri í stjórnmálum. Er auk þess gyðingur.

7. Stríðið gegn Kristni/Íslam — Samkvæmt þessum kenningum er skipulagt samsæri í gangi gegn trúarhópum og er öllum brögðum beitt til þess að koma höggi á viðkomandi trúarbrögð. Það er áhugavert að sögurnar eru oft samhljóða en eingöngu skipt um trúarbrögð og stað.

8. Area 51 — Geimverur hafa nú þegar heimsótt okkur og eru geymdar innan þessa svæðis bandaríska hersins. Þessu tengt er auðvitað “Man in Black” sem var fín bíómyndaröð.

9 Q-Anon — Samkvæmt þessari kenningu þá er bak við tjöldin í Bandaríkjunum “djúp ríki” sem vinnur gegn Trump og stuðningsfólki hans. Magnaðasta hugmyndin var sú að innan Demókrataflokksins væri hópur af djöfladýrkendum sem misnotaði börn og tengdist pizza stað í Washington DC.

10. Illuminati — Í mínum huga magnaðasta samsæriskenning allra tíma. Samkvæmt henni er Illuminati svo mikið leyndarmál að hver sá sem kemst nærri því að uppljóstra um það. Hverfur sporlaust. Ég þori því ekki að segja meir.

--

--

Sigmundur Halldorsson

I get really excited about the impact of technology, effectiveness of marketing, social media and politics and I love to travel. In Icelandic and English.