Hamingjulyklar

Sigmundur Halldorsson
5 min readApr 7, 2020

Ég ákvað að halda mig á jákvæðum nótum. Sem getur auðvitað verið svolítið erfitt sem stendur. En ég er svo heppinn að hafa komist á dásamlegt námskeið fyrir rúmlega einu ári. Þar sem ég kynntist hugmyndum um jákvæða sálfræði. Er núna að rifja það upp og ætla mér að skrifa meira um það. Ekki svo að skilja að við eigum alltaf að vera ofboðslega jákvæð. Við eigum alveg að leyfa okkur að finna alskonar tilfinningar. Vera leið, sorgmædd, döpur og reið. Það má alveg. Er hreinlega líka gott fyrir okkur. En það skiptir töluverðu máli hvernig við tökumst á við lífið og það sem mér fannst skemmtilegt. Er að við getum haft töluvert mikla stjórn á því hvernig okkur líður.

Ekki að ég sé sérfræðingur í þessu. Langt í frá. Vil taka það fram að þetta er bara mín reynsla og ekkert víst að hún virki fyrir þig. En það gleður mig ef eitthvað af þessu gæti hjálpað þér.

Við getum stýrt hamingju okkar

Veljum hamingju

Ef marka má þær rannsóknir sem ég hef séð um þetta. Þá erum við öll misjafnlega bjartsýn og glöð. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við getum haft mjög mikil áhrif á það hvernig okkur líður. Má kannski segja að upplag okkar sé svona helmingurinn og við getum stýrt hinu. Sem er auðvitað geggjað góðar fréttir ef við erum hress og kát að eðlisfari.

Þetta snýst sem sagt að nokkru leiti um glasið með vatninu. Sum okkar sjá það sem hálf tómt. Aðrir sjá það sem hálf fult. Ég vil auðvitað benda á að best sé að setja glasið undir krana og fylla á. En það er bara ég. Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki í ólíkri stöðu. Sem er búsett á ólíkum stöðum. Býr við mismunandi kjör. Er af ólíkum uppruna. Það er áhugavert að þær rannsóknir virðast benda mjög eindregið til þess að við mannfólkið. Séum ótrúlega lík. Sem auðvitað minnir okkur á hversu heimskulegir kynþáttafordómar (og já bara almennir fordómar gagnvart fólki sem er ólíkt þér) eru.

Öll hreyfing er góð fyrir þig

Hreyfing er góð fyrir sálina

Það hefur sem sagt komið í ljós að hreyfing. Eiginlega alveg sama hver hún er. Sem þér finnst skemmtileg (eða í það minnsta ekki pína). Kemur til með að gera þig hamingjusaman. Um þetta eru til fjölmargar rannsóknar. Það eru líka til rannsóknir sem sýna að þetta sé gott fyrir heilsuna almennt og yfir höfuð. Það er hins vegar alskonar sem getur staðið í veginum. Þess vegna hefur mér fundist ákaflega gott að taka frá tíma fyrir mína hreyfingu, nýta mér snjalltæki til þess að fylgjast með árangrinum og leggja áherslu á að gera þetta að vana. Því við erum dýrategund erum ótrúlega vanaföst. Það er þess vegna sem það skiptir mjög miklu máli að gera hreyfingu að vana. Sjálfur ákvað ég að setja mér markmið sem ég ákvað síðasta haust að ég myndi vilja ná um páska. Það hefur gengið eftir. Ég finn bæði mun á mér andlega og líkamlega. Svo ég mæli með hreyfingu fyrir gleðina.

“Count your blessings”

Þökkum fyrir okkur

Ég veit ekki hvort það endurspeglar bölsýni Íslendinga eða almennt litla trú okkar á blessun. En við eigum ekki til á íslensku þennan frasa. Sem er samt svo ágætur til þess að minna okkur á næsta góða tæki til þess að auka á hamingju okkar. Að skrá niður á hverjum degi. Í það minnsta 3 hluti sem við getum verið þakklát fyrir. Það er til ljómandi gott íslenskt smáforrit (app) sem heitir HappApp þar sem hægt er að skrá þetta niður. Það er líka hægt að nota dagbók eða minnisbók. Það kemur í ljós að ef við gerum þetta. Þá eykur það hamingju okkar og bjartsýni.

Þér kann að finnast þetta erfitt til að byrja með. En þetta þarf alls ekki að vera mjög flókið. Þú þarft ekki að þakka fyrir að vinna í risa lottó. Ég var til dæmis mjög glaður í gær að lesa tilkynningu um að ég hefði unnið heilar 1.410 krónur í EuroJackpot. Í dag hef ég fengið að drekka ljómandi gott kaffi og te. Knúsaði konuna. Hlustaði á frábæran fyrirlestur um Omni channel. Fékk páskaegg að gjöf frá fyrrum vinnustað. Allt góðar ástæður til þess að þakka fyrir hið jákvæða sem kemur fyrir mig á hverjum degi. Hjá þér er þetta kannski sólin i andlitinu, brosið frá barninu eða eitthvað ljómandi gott sem þú eldaðir.

Lifum í núinu en horfum til framtíðar

Sometimes is not forever

Kannski mikilvægast af öllu hjá mér er að reyna að temja mér að velta mér ekki um of upp úr fortíðinni. Ég get ekki breytt henni. Hún er bara eins og hún er. En hún hefur mótað mig og gefið mér heilmikið. Framtíðin er óráðin. Ég er ekki alveg á því að trúa því að allt sé fyrirfram ákveðið. Að Urður, Verðandi og Skuld ráði þessu. Ég trúi því að ég geti haft nokkur áhrif á það sem er að gerast núna. Kannski ekki mikil áhrif. En það eru stundum litlir hlutir sem hafa ótrúlega mikil áhrif.

Hugmyndin um að fiðrildi að blaka vængjunum í regnskógi í S-Ameríku valdi stormi í Florída er oft notuð sem myndlíking. Ég nefni oft að það getur skipt ótrúlega miklu máli ef einhver spyr spurninga á fundi. Ekki af því að spurningin sé svo ótrúlega merkileg. Heldur einfaldlega vegna þess að hún getur orðið til þess að koma af stað umræðum sem síðan verða að ótrúlega spennandi verkefnum. Við byrjum öll á því að læra ganga. Eitt skref í einu.

--

--

Sigmundur Halldorsson

I get really excited about the impact of technology, effectiveness of marketing, social media and politics and I love to travel. In Icelandic and English.